Skip to main content

Efnaskipta-/offituaðgerð GB Obesitas Island

Við bjóðum einstaklingum upp á magahjáveitu- og magaermis-aðgerðir með móttöku í Reykjavík. Aðgerðirnar eru framkvæmdar í nýuppgerðu húsnæði í miðbæ Malmö í Svíþjóð.
Heildarverð fyrir skoðun, aðgerð og eftirlit eftir aðgerð er um 890.000 ISK. Hjörtur Gíslason er yfirskurðlæknir og sér um aðgerðirnar. Hann og teymi hans hafa framkvæmt yfir 20.000 aðgerðir.

Við gerum þær efnaskipta-/offituskurðaðgerðir sem henta þér best.

Upplýsingafundur á ensku

Ókeypis

  • Upplýsingafundur á netinu í gegnum Zoom með Dr. Broden
  • Lærðu hvernig líkaminn stjórnar þyngd sinni
  • Af hverju virkar megrun sjaldan?
  • Hvaða offituaðgerðir eru til?
  • Kostir og gallar aðgerða
  • Fundurinn fer fram á ensku

Magahjáveita

Það sem er innifalið í meðferðarpakkanum
890 000Isk
  • Viðtal og skoðun í Reykjavík fyrir aðgerð
  • Aðgerð á klínikk okkar í Malmö
  • Innlögn á legudeild okkar í Malmö
  • Eftirfylgni í Reykjavík í tvö ár
  • Viðbótakosnaður er ferðalag til og frá Malmö; flug til Kastrup og lest yfir til Malmö

Magaermi

Það sem er innifalið í meðferðarpakkanum
890 000Isk
  • Viðtal og skoðun í Reykjavík fyrir aðgerð
  • Aðgerð á klínikk okkar í Malmö
  • Innlögn á legudeild okkar í Malmö
  • Eftirfylgni í Reykjavík í tvö ár
  • Viðbótakosnaður er ferðalag til og frá Malmö; flug til Kastrup og lest yfir til Malmö

SASI-Aðgerð

990000 ISK

  • SASI -single anastomosis sleeve ileal bypass
  • Viðtal og skoðun í Reykjavík fyrir aðgerð
  • Aðgerð á klínikk okkar í Malmö
  • Innlögn á legudeild okkar í Malmö
  • Eftirfylgni í Reykjavík í fimm ár
  • Viðbótakosnaður er ferðalag til og frá Malmö; flug til Kastrup og lest yfir til Malmö

Hjáveita með mikilli garnarhjáveitu (distal gastric bypass)

Það sem er innifalið í meðferðarpakkanum
1250000ISK
  • Hentar fyrir sjúklinga með háan þyngdarstuðul (BMI) og/eða sjúklinga sem hafa þyngst aftur eftir fyrri offitu/efnaskipta aðgerðir
  • Viðtal og skoðun í Reykjavík fyrir aðgerð
  • Aðgerð á klínikk okkar í Malmö
  • Innlögn á legudeild okkar í Malmö
  • Eftirfylgni í Reykjavík í fimm ár
  • Viðbótakosnaður er ferðalag til og frá Malmö; flug til Kastrup og lest yfir til Malmö

Breyting á einni efnaskipta/offitu aðgerð í aðra vegna ófullnægjandi árangurs eða fylgikvilla

Það sem er innifalið í meðferðarpakkanum
990000ISK
  • Til dæmis breyting á ermi í hjáveitu eða magabandi í ermi eða hjáveitu
  • Viðtal og skoðun í Reykjavík fyrir aðgerð
  • Aðgerð á klínikk okkar í Malmö
  • Innlögn á legudeild okkar í Malmö
  • Eftirfylgni í Reykjavík í tvö ár
  • Viðbótakosnaður er ferðalag til og frá Malmö; flug til Kastrup og lest yfir til Malmö

1-Þú hefur samband við okkur oig við setjum þig upp í viðtalstíma hjá skurðlækni og hjúkrunnarfræðingi á móttöku okkar í Reykjavík. Í sameiningu finnum við út hvort skynsamlegt sé að gera aðgerð, og ef svo er þá hvaða aðgerð hentar þér best. Ef aðgerð er ákveðin setjum við upp aðgerðartíma sem þér hentar, við erum ekki með biðlista.

Fyrstu heimsóknMóttakan í Reykjavík

2 - Þú flýgur til Kastrup flugvallar í Kaupmannahöfn og tekur þaðan lestina á central lestarstöðina í Malmö. Klínikk okkar er 200 m frá lestarstöðinni. Eftir aðgerð liggur þú inni í einn sólahring á klínikk okkar. Eftir aðgerð mælum við með að þú sért tvær nætur á hóteli nálægt klínikkinni áður en haldið er aftur til Íslands.

Aðgerð / Innlögn á legudeildGB Obesitas klínikk í Malmö, Svíþjóð

3 - Eftir heimkomu til íslands verður reglulegt eftirlit á móttöku okkar í Reykjavík. Fyrir utan fast eftirlit eftir aðgerð leysum við úr hugsanlegum vandamálum sem geta skotið upp kollinum eftir þörfum.

Eftirfylgni og endurheimsóknirMóttakan í Reykjavík

4 - Þegar eftirliti lýkur hjá okkur sendum við greinagerð til heimilislækni þíns með ósk um að eftirlitið færist yfir á heilsugæslustöð þína.

Árlegar athuganirÁ heilsugæslustöðinni þinni

Lestu meira um starfsemi okkar!

Gastric bypass / magahjáveita

Magahjáveita er sú efnaskipta/offituaðgerð sem mest reynsla er komin á og langtímaáhrif best þekkt. Í aðgerðinni er tengt framhjá mesta hluta magans og mjógyrni tengt beint við lítin magavasa. Aðgerðin er greð með kviðsjá í svæfingu og tekur 30-40 mínútur.

Gastric sleeve / magaermi

Magaermi er nýrri á nálinni en magahjáveita og langtíma reynsla aðgerðarinnar minni. Í magaermi er um 85% magans fjarlægður. Magaermi hentar þeim best sem eru með lágan þyngdarstuðul (BMI undir 40). Aðgerðin er greð með kviðsjá í svæfingu og tekur 30 mínútur.

Sérstakar aðgerðir

GB Obesitas framkvæmir einnig aðrar efnaskipta/offituaðgerðir sem henta vel við ýmis sérhæfð vandamál:

-SASI – Aðgerðin er blanda af magaermi og hjáveitu og hentar vel sjúklingum með mjög háan þyngdarstuðul og sjúklingum sem hafa þyngst mikið aftur eftir ermi.

-Hjáveita með mikilli garnarhjáveitu (distal gastric bypass); Er af og til gerð ef sjúklingur hefur þyngst verulega aftur eftir magahjáveituaðgerð. Ef slík aðgerð er gerð þarf að vera nákvæmt eftirlit með blóðprufum fyrstu 5 árin eftir aðgerð.

-Breyting á einni efnaskipta/offitu aðgerð í aðra vegna ófullnægjandi árangurs eða fylgikvilla

GB Obesitas hefur reynslu af meira en 20.000 aðgerðum

Hjörtur Gíslason læknir leiðir skurðteymi og Magnús Hjaltalín Jónsson læknir svæfingateymi okkar. GB Obestira er eitt stæsta meðferðasetur í efnaskipta/offitu aðgerðum í Evrópu. Er leiðandi aðili í þessum aðgerðum, heldur reglulega námskeið fyrir skurðteymi frá Evrópu og Mið-Austurlöndum. Hefur birt margar vísindagreinar um aðgerðir og árangur þeirra. Við munum hjálpa þér af bestu fagmensku.

Heimilisfang

Þönglabakki 6, 109 Reykjavík.

Móttökusími: 513 6450.

Skeppsbron 11, 211 20 Malmö
Svíþjóð
Símanúmer +46706024056,
info@gbobesitas.com

Finndu á kortinu

Hafðu samband

© 2024 GB Obesitas Ísland