Skip to main content

Aðferð

Magaermisaðgerð er framkvæmd með kviðarholsspeglun í fullri svæfingu. Aðgerðartíminn er 30-40 mínútur.

Í aðgerðinni er ytri boginn og ca 80% af maganum fjarlægður svo að magaermin sem eftir verður líkist aflöngu röri. Ólíkt magahjáveitu þá eru engar umtengingar framkvæmdar á smágirni.

 

Aðgerðin hefur áhrif á þyngdarstjórnun líkamans svo að viðmiðunarþyngd líkamans (set-point) lækkar í eða nálægt kjörþyngd. Líkt og við magahjáveitu léttast magaermissjúklingar án þess að finna fyrir hungri.

Magaermisaðgerðir hafa ekki verið framkvæmdar jafn  lengi og magahjáveita og því eru langtímaáhrif ekki jafn vel þekkt. Magaermi er mjög kraftmikil aðferð og hentar vel fyrir sjúklinga með lægra BMI. Sem viðmið BMI<40.

Árangur

Þyndartap eftir magaermisaðgerð er einstaklingsbundin. Að meðaltali missa sjúklingar 60-70% af líkamsþyngd sem er umfram kjörþyngd og ná nýrri lokaþyngd eftir 18-24 mánuði.

Þyngdartapið hefur heilsubætandi áhrif á alla fylgikvilla sem eru tengdir offitu svo sem sykursýki, háan blóðþrýsting, liðverki og svo framvegis.

Kostur við magaermi umfram magahjáveitu er að hætta á garnaflækju er minni. Magaermissjúklingar þola einnig betur ”óhollari” mat en sjúklingar eftir hjáveitu sem geta fundið fyrir ”dumping” eftir orkuríkan mat.

Ókostirnir við magaermi er að aðgerðin hefur ekki eins mikil þyngdarléttandi áhrif í samanburði við magahjáveitu og en er skortur á langtímaniðurstöðum. Það er ekki heldur hægt að breyta aðgerðinni aftur í upprunalegt form þar sem stór hluti magans er fjarlægður. Hins vegar er hægt að breyta magaermi síðar í magahjáveitu. Magaermi er óæskileg hjá sjúklingum með þindarslit eða sögu um slæmt bakflæði þar sem þau einkenni geta aukist verulega við aðgerðina hjá þeim einstaklingum.

“Magaermi hentar yfirleitt best fyrir aðeins lægra BMI gildi”

Carl-Magnus BrodenLæknir GB Obesitas